Útsölustaðir

Höfuðborgarsvæðið
Úrval er mismunandi milli útsölustaða

Landið
Úrval er mismunandi milli útsölustaða

Um okkur

Crabtree & Evelyn

Stofnað fyrir rúmlega 40 árum af Cyrus Harvey. Fyrirtækið hefur frá 1972 vaxið frá því að vera lítið fjölskyldurekið fyrirtæki sem sérhæfði sig í sápugerð yfir í alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 500 verslanir á heimsvísu.

"Explore everything, keep the best" voru einkunnarorð grasafræðingsins John Evelyn og þessi orð halda áfram að vera innblástur Crabtree & Evelyn.
Englendingurinn John Evelyn var uppi á 18. öld. Hann var mikill hugsjónarmaður og var landareign hans og stórkostlegir garðar stórmerk undur síns tíma.

John Evelyn var einn af þeim fyrstu natúralistum og náttúruverndarsinnum sem ferðaðist um Evrópu til að safna og skrásetja alla þá stórbrotnu og hrífandi náttúru og umhverfi sem hann komst í tæri við.

Merki Crabtree & Evelyn, hið ævaforna villieplatré (Crabapple tree) er forveri allra eplatrjáa sem vaxa á jörðinni í dag. Alla hluta trésins má nota til að fóðra, hita eða græða hinn mannlega líkama.

Saman mynda hið forna eplatré og hinn merki grasafræðingur nafnið Crabtree & Evelyn og eru þau ástæða þess að fyrirtækið getur alltaf verið stolt af nafni sínu og mun ávallt hafa að leiðarljósi að framleiða vörur úr bestu fáanlegu efnum náttúrunnar.

Heggís ehf

Heggís er stofnað í janúar 2003.
Umboðsaðili Crabtree & Evelyn á Íslandi frá janúar 2003.
Umboðsaðili Hendrikku Waage frá júlí 2016.

Tengiliður

Guðrún Björk Gunnarsdóttir
netfang/email: heggis@ferli.is
gsm/mobile: (+354) 898 0598

#